Innlent

Fleiri greinast með lekanda

MYND/Haraldur J.

Tæplega helmingi fleiri einstaklingar greindust með lekanda á síðasta ári en árið þar á undan samkvæmt Farsóttafréttum sóttvarnalæknis. Alls greindust 31 einstaklingur með lekanda á síðasta ári en árið 2005 voru þeir 19 talsins.

Stærsti hópur þeirra sem greindust með lekanda í fyrra voru karlmenn á aldrinum 20 til 24 ára. Þá eru langflestir þeirra sem greinast frá höfuðborgarsvæðinu eða 26. Þrír greindust á Akranesi, einn á Suðurlandi og einn á Austurlandi.

Svo virðist sem meirihluti smitaðra hafi smitast á Íslandi og er það nýmæli miðað við fyrri ár þegar nánast allt lekandasmit átti uppruna sinn erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×