Innlent

Sama stjórn hjá Þjóðmenniningarhúsinu

Stjórn Þjóðmenningarhússins verður óbreytt frá því sem verið hefur næstu fjögur ár en forsætisráðherra skipaði nýlega í hana á ný. Í stjórninni sitja Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, sem jafnframt er formaður, Jóhannes Nordal, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Íslands, tilnefndur af fjármálaráðherra og Andri Snær Magnason rithöfundur, tilnefndur af menntamálaráðherra.

Stjórninni er ætlað að leggja megináherslur í starfsemi hússins og móta í því skyni langtímastefnu um sýningar og aðra starfsemi þar eins og segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×