Innlent

Vaka fagnar hugmyndum um ókeypis strætó

MYND/Gunnar V.

Stjórn Vöka, félags lýðræðissinnaðra stúdenta,fagnar þeim tillögum umhverfisráðs Reykjavíkurborgar að veita námsmönnum frítt í strætó næsta haust.

Í ályktun félagsins kemur fram að bættar almenningssamgöngu hafi lengi verið baráttumál stúdenta og skorar félagið á önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar og bjóða námsmönnum frítt í strætó.

Umhverfisráð Reykjavíkurborgar kynnti í gær tillögur að umhverfisáætlun til næstu þriggja ára. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir því að námsmenn fái ókeypis í strætó í tilraunaskyni næsta haust og að bílastæðagjöld fyrir vistvæna bíla verði felld niður.

Minnihluti borgarstjórnar hefur lýst sig sammála áætlun meirihlutans, enda byggi hún að nokkru leyti á eldri tillögum Reykjavíkurlistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×