Innlent

Göt klippt á girðingar á Litla-Hrauni

MYND/Stefán

Lögreglan á Selfossi rannsakar nú mál þar sem klippt var á ytri og innri girðingar sem umlykja fangelsislóðina á Litla-Hrauni. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar tóku fangaverðir eftir því um nónbil föstudagsins langa að gat var á girðingunum.

Segir lögregla að allt bendi til þess að verkið hafi verið unnið utan frá en götin voru það stór að auðvelt hefði verið fyrir mann að fara inn eða út. Grunur er um að þetta hafi verið gert til að koma fíkniefnum inn í fangelsið og rannsakar lögregla nú hvort svo hafi verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×