Sport

Hamilton sigurviss

Lewis Hamilton er einn sá efnilegasti í Formúlu 1 í dag.
Lewis Hamilton er einn sá efnilegasti í Formúlu 1 í dag. NordicPhotos/GettyImages

Ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1 segist fullviss um að hann muni næla í sinn fyrsta mótsigur á sínu fyrsta keppnistímabili. Hamilton hafnaði í þriðja sæti í sinni fyrstu keppni í Ástralíu á dögunum og hinn 22 ára gamli Breti ætlar sér stóra hluti í sumar.

"Mér liggur ekkert á því enn eru eftir 16 mót á tímabilinu," sagði Hamilton. "Ég er hinsvegar í þessu til að vinna keppnir og hvort fyrsti sigurinn kemur í næstu keppni eða þeirri síðustu skiptir ekki öllu máli - ég vil bara ná að vinna amk eitt mót. Þá yrði ég ánægður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×