Innlent

Mikil umferð til Akureyrar

Akureyri
Akureyri

Lögreglumenn á Akureyri stöðvuðu fjölda ökumanna í skipulögðu eftirliti í nótt. Mikill umferð var til Akureyrar í gærkvöldi og nótt og segir lögreglan greinilegt á þeim sem stöðvaðir voru að margir ætli sér á skíði þar um páskana. Fjórir voru teknir fyrir hraðaakstur en sá sem hraðast ók var á 119 kílómetra hraða á klukkustund þar sem að hámarkshraði er 90.

Lögreglan á Akureyri þurfti að hafa afskipti af tveimur mönnum sem vísað var út af skemmtistöðum vegna óláta. Þá var tilkynnt um innbrot í dráttarvél við verkstæðisaðstöðu á Gleráreyrum og var geislaspilari tekinn. Lögreglumenn lögðu einnig leið sína á Ólafsfjarðarveg þar sem stórt grjót hafði fallið á veginn og náðu þeir að velta því af veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×