Væri nær að biðja stofnendur afsökunar 2. apríl 2007 12:30 Stofnendur Iceland Express segja að forstjóra Samkeppniseftirlitsins væri fremur sæmandi að biðja þá afsökunar en að reyna að klóra yfir úrræðaleysi stofnunarinnar með ótrúverðugum rökum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnendunum sem segja að dráttur eftirlitisins á að afgreiða kæru á hendur Icelandair vegna undirboða hafi hrakið rekstur Iceland Express í þrot og þeir neyðst til að selja það á slikk. Félagið kærði Icelandair snemma árið 2004 en úrskurður kom ekki fyrr en í siðustu viku. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir hins vegar að erfiðlega hafi gengið að afla gagna hjá Icelandair og síðan hafi nýir kjölfestufjárfestar komið inn í Iceland Express. Það segja stofnendurnir að sé argasti útúrsnúningur því þessir svonefndu kjölfestufjárfestar hafi einmitt verið þeir sem keyptu félagið á slikk. Annar þeirra, Pálmi Haraldsson, hafi á sínum tíma verið stór hluthafi í Icerlandair og í stjórn þess. Í viðtali við Fréttastofu Stöðvar tvö í morgun benti Pálmi á að hann hafi ekki verið í stjórn Icelandair þegar kaupin voru gerð og að mistök stjórnenda Iceland Express hafi verið að reka Jóhannes Georgsson, eina manninn í hópnum, sem eitthvert vit hafði á flugrekstri. Eftir hafi staðið reynslulausir einstaklingar í forstjóraleik og félagið hafi verið orðið svo illa statt að það hafi ekki lengur getað greitt vörsluskatta. Stofnendurnir hefðu því lent í fangelsi ef hann og Jóhannes Kristinsson hefðu ekki keypt félagið og lagt því til fjármuni. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Stofnendur Iceland Express segja að forstjóra Samkeppniseftirlitsins væri fremur sæmandi að biðja þá afsökunar en að reyna að klóra yfir úrræðaleysi stofnunarinnar með ótrúverðugum rökum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnendunum sem segja að dráttur eftirlitisins á að afgreiða kæru á hendur Icelandair vegna undirboða hafi hrakið rekstur Iceland Express í þrot og þeir neyðst til að selja það á slikk. Félagið kærði Icelandair snemma árið 2004 en úrskurður kom ekki fyrr en í siðustu viku. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir hins vegar að erfiðlega hafi gengið að afla gagna hjá Icelandair og síðan hafi nýir kjölfestufjárfestar komið inn í Iceland Express. Það segja stofnendurnir að sé argasti útúrsnúningur því þessir svonefndu kjölfestufjárfestar hafi einmitt verið þeir sem keyptu félagið á slikk. Annar þeirra, Pálmi Haraldsson, hafi á sínum tíma verið stór hluthafi í Icerlandair og í stjórn þess. Í viðtali við Fréttastofu Stöðvar tvö í morgun benti Pálmi á að hann hafi ekki verið í stjórn Icelandair þegar kaupin voru gerð og að mistök stjórnenda Iceland Express hafi verið að reka Jóhannes Georgsson, eina manninn í hópnum, sem eitthvert vit hafði á flugrekstri. Eftir hafi staðið reynslulausir einstaklingar í forstjóraleik og félagið hafi verið orðið svo illa statt að það hafi ekki lengur getað greitt vörsluskatta. Stofnendurnir hefðu því lent í fangelsi ef hann og Jóhannes Kristinsson hefðu ekki keypt félagið og lagt því til fjármuni.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira