Sport

Carmichael keyrir á vegg

Mart Martin er liðstjóri liðsins og hefur mikla trú á Carmichael.
Mart Martin er liðstjóri liðsins og hefur mikla trú á Carmichael. Mynd/speed

Ricky Carmichael keyrði sína fyrstu keppni í stock car nú um helgina. Keppnin var haldin í Lakecity - Florida, nánar tiltekið í columbia motosports park. Æfingar voru búnar að vera góðar fyrir keppnina og Carmichael orðin nokkuð vanur því að heyra einhvern tala og leiða sig í gegnum keppnina í gegnum talstöð inn í hjálminum.

Hann byrjaði á því að enda þriðji í sínu híti, en í main á sjöunda hring sprakk hjá honum að framan og þar af leiðandi keyrði hann á vegg. Þetta var þó allt minniháttar og skemmdist ekkert nema stoltið hjá fyrrverandi supercross/motocross stjörnunni Ricky Carmichael.

" það var svo sem ekki búist við því að vinna neitt í kvöld, ætlunin var að öðlast reynslu og stilla sig saman við liðið, en auðvitað er leyðinlegt að ná ekki að klára keppni " sagði Ricky Carmichael

Hægt er að sjá smá samantekt frá keppni Carmichaels með því að fylgja þessum tengli "hér" það er Speedtv.com sem á heiðurinn af því.

Carmichael keppir næst 21 og 28 Apríl á New smyrna speedway í Florida.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×