Innlent

Versta veðrið gengið yfir í bili

Holtavörðuheiði var lokuð í nótt vegna ófærðar og þurftu ökumenn því að aka Laxárdalsheiði og Heydal til að komast á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Áhlaupið er nú gengið yfir landið og í hönd fer hláka með tilheyrandi vatnsaga víða um land.

Það var ekki bara Holtavörðuheiðin, sem aldlrei þessu var lokuð heila nótt heldur var Víkurskarð, norðan Akureyrar líka lokað, en þar þurftu lögreglumenn og vegagerðarmenn að aðstoða þónokkra ökumenn í vitlausu veðri í gær. Þar lentu snjóruðningstæki og fólksbíll meðal annars í árekstri en engan sakaði.

Misjöfn færð var líka víða norðan- og norðaustanlands eftir óveður í gærkvöldi. Flestar aðal leiðir eru orðna færar, en hálka er víðast hvar á landinu og sumstaðar skafrenningur. Allir vegir voru hinsvegar opnir á norðanverðum Vestfjörðum strax í morgun og þar er engin snjóflóðahætta nema í hesthúsahverfinu í Hnífsdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×