Sport

Skráning hafin í stærstu endurokeppni Íslands

Markus Olsen á fullri ferð í keppninni 2006.
Markus Olsen á fullri ferð í keppninni 2006. MYND/Aron Icemoto

Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) hefur opnað fyrir skráningu í stærstu endurokeppni Íslands, Klaustur offroad challenge. Árlega keppa rúmlega 400 ökumenn bæði innlendir sem og erlendir og hefur keppnin hlotið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár.

Keppnin er með öðru sniði en aðrar endurokeppnir þar sem keppt er í einliða og tvíliðaflokki. Keppnin stendur yfir í 6 klst. og reynir gríðarlega á keppendur. Árlega koma heimsfrægir ökumenn til landsins einungis til að taka þátt í þessari frægu endurokeppni. Á meðal þeirra ökumanna sem komið hafa til landsins eru Anders Erikson, Markus Olsen og Micke Frisk. Keppnin er haldin á landi Efri-Víkur sem er í u.þ.b. 5 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.

Keppnin verður haldin þann 26. maí næstkomandi.

Heimasíða keppninnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×