Sport

Skólarúta verður að hjólabíl

Rútan er búin að taka miklum stakka skiptum og er orðinn svört og hlaðin tækjum og búnaði.
Rútan er búin að taka miklum stakka skiptum og er orðinn svört og hlaðin tækjum og búnaði. Mynd/Binni Morgan

Já það er margt sem hjólamönnum taka sér fyrir hendur á köldum vetrarmánuðum, lítið er hægt að hjóla og því stundum betra að taka sér eitthvað sniðugt og uppbyggilegt fyrir hendur. Það gerði allavegana hann jóhannes Sveinbjörnsson eða Jóikef eins og hann er oftast kallaður. Honum og bróður hans Arnari áskotnaðust þessi forláta skólarúta ofan af velli sem notuð var af varnarliðinu og eru þeir bræður nú í óðaönn að breyta rútunni í húsbíl/hjólabíl. Jóikef eins og hann er kallaður er gamall refur í motocrossinu og keppir í ár fyrir hönd Bernhards ehf/Honda á íslandi og verður því rútan notuð sem liðsbíll fyrir Honda liðið.

Innanborðs verður henni skipt í tvennt, aftari helmingur verður verkstæði ásamnt hjólageymslu á meðan fremri hlutinn verður svefnastaða ásamnt því að vera þreyttum hjólamönnum til afþreyingar, því þar geta menn horft á sjónvarp ásamnt því að geta tekið í tölvuleik eða slappað af.

Hægt er að fylgjast með gangi mála með rútuna á heimasíðu Jóa. www.joikef.com




Fleiri fréttir

Sjá meira


×