Innlent

Snjóflóð féll á veginn um Breiðadal

Þó nokkuð mikið snjóflóð féll á veginn um Breiðadal í Önundarfirði á Vestfjörðum á níunda tímanum í kvöld. Vegagerðin hefur hreinsað veginn en hann liggur frá Flateyri til Ísafjarðar. Rafmagn fór af Ísafjarðarbæ á níunda tímanum í kvöld en það er komið aftur á.

Fjórar fjölskyldur í Dísar- og Traðarlandi í Bolungarvík mega enn ekki snúa heim vegna yfirvofandi snjóflóðahættu. Húsin voru rýmd fyrir hádegi í gær. Leiðindaveður er víða á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×