Innlent

Vinnuslys í Gufunesi

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir vinnuslys sem hann varð fyrir við Sorpu í Gufunesi um hádegisbil í dag. Sýningarbás sem komið var með til eyðingar í Sorpu féll á fót mannsins af lyftara.

Þá var óskað eftir lögregluaðstoð á byggingarsvæði í Kópavogi skömmu síðar. Þar hafði karlmaður slasast í vinnuvél en meiðslin reyndust minniháttar þegar að var gáð á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×