Deilt um hvort settur saksóknari hefði sakað stjórnarformann Kaupþings um lygar 8. mars 2007 17:10 Deilt var um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu hefði sakað Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, um að bera ljúgvitni fyrir dómnum í morgun. Sökuðu verjendur settan saksóknara um að reyna komast í fréttirnar og vera meira hreina hryðjuverkastarfsemi í málinu.Bæði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, komu í vitnastúku í Baugsmálinu í dag. Þeir voru spurðir um viðskipti Baugs og Kaupþings sem getið er í nokkrum ákæruliðanna og hvort þeir hefðu komið á bátinn Thee Viking.Báðir staðfestu þeir að rætt hefði verið um það að Baugur fengi söluþóknun fyrir milligöngu í sölu á hlutabréfum í Baugi frá Kaupþingi til norska félagsins Reitangruppen. Ákært er fyrir tilhæfulausa bókhaldsfærslu í bókhaldi Baugs upp á þrettán milljónir króna en Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sagt að færslan hafi verið vegna þessarar söluþóknunar frá Kaupþingi.Bæði Hreiðar Már og Sigurður staðfestu að Baugsmenn hefðu haft frammi kröfu um söluþóknunina en sögðust ekki vita hvernig henni hefði verið lokið en færsla vegna hennar fannst ekki í bókhaldi Kaupþings. Töldu bæði Sigurður og Hreiðar að gengið hefði verið frá þessari kröfu Baugs í tengslum við önnur mál Baugs en fyrirtækin hefðu verið í miklum viðskiptum.Til snarpra orðaskipta kom á milli verjenda Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar og Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara, eftir hádegið þegar Hreiðar Már átti að bera vitni. Vildi settur saksóknari leggja fram tölvupóst um að Sigurður Einarsson hefði að því er virtist ekki sagt satt fyrir dómi í vitnaleiðslum fyrir hádegi. Varðaði það spurningar um vitnastefnu í Bandaríkjunum í tengslum við deilur Baugsmanna og Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður var boðaður sem vitni í því máli en fór ekki og sagðist ekk hafa sett sig sérstaklega inn í málið. Benti Sigurður Tómas á að það virtist stangast á við efni tölvupósta sem hann vildi leggja fram.Verjendur sakborninga sögðu þessa vitnastefnu í Bandaríkjunum ekki tengjast ákærunni neitt og tók formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, undir það að hluta til. Sigurður Tómas sagði hins vegar að gögnin sem hann vildi leggja fram snerust um trúverðugleika Sigurðar sem vitnis.Sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, að hann hefði aldrei vitað réttarhald af jafnlitlu tilefni og verið væri að sá neikvæðum atriðum í málinu. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði saksóknara nánast hafa fullyrt að Sigurður Einarsson hefði logið fyrir dómi og væri með því að reyna að tryggja sér fyrirsagnir í fréttum fjölmiðla.Sagði Sigurður Tómas þá að hann hefði sagt að svo virtist sem Sigurður Einarsson hefði sagt ósatt en hann hefði ekki fullyrt það. Tók þá Gestur Jónsson við og sakaði saksóknara um hreina hryðjuverkastarfsemi.Sigurður og Hreiðar Már voru báðir spurðir út í kaupréttarsamninga sem gerðir voru við helstu stjórnendur Baugs, þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússin, við stofnun félagsins árið 1998. Báðir sögðu þeir að engin leynd hefði hvílt yfir kaupréttarsamningunum, en Jón Ásgeir og Tryggvi, eru sakaðir um að hafa rangfært bókhald Baugs með því að færa hlutabréf í Baugi á vörslureikning hjá Kaupthing Bank í Lúxemborg en skrá það sem sölu á hlutabréfum. Þetta hafi verið gert til að draga dul á það hverjir tækju við hlutabréfunum, þ.e. æðstu stjórnendur Baugs vegna kaupréttarsamninga. Sögðu Sigurður og Hreiðar Már ekki hafa verið reynt að leyna þessum kaupréttarsamningum.Auk Sigurðar og Hreiðars Más báru meðal annars Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Lúxemborg, og Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs á árunum 1998 og 1999, vitni í málinu í dag. Baugsmálið Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Deilt var um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu hefði sakað Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, um að bera ljúgvitni fyrir dómnum í morgun. Sökuðu verjendur settan saksóknara um að reyna komast í fréttirnar og vera meira hreina hryðjuverkastarfsemi í málinu.Bæði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, komu í vitnastúku í Baugsmálinu í dag. Þeir voru spurðir um viðskipti Baugs og Kaupþings sem getið er í nokkrum ákæruliðanna og hvort þeir hefðu komið á bátinn Thee Viking.Báðir staðfestu þeir að rætt hefði verið um það að Baugur fengi söluþóknun fyrir milligöngu í sölu á hlutabréfum í Baugi frá Kaupþingi til norska félagsins Reitangruppen. Ákært er fyrir tilhæfulausa bókhaldsfærslu í bókhaldi Baugs upp á þrettán milljónir króna en Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sagt að færslan hafi verið vegna þessarar söluþóknunar frá Kaupþingi.Bæði Hreiðar Már og Sigurður staðfestu að Baugsmenn hefðu haft frammi kröfu um söluþóknunina en sögðust ekki vita hvernig henni hefði verið lokið en færsla vegna hennar fannst ekki í bókhaldi Kaupþings. Töldu bæði Sigurður og Hreiðar að gengið hefði verið frá þessari kröfu Baugs í tengslum við önnur mál Baugs en fyrirtækin hefðu verið í miklum viðskiptum.Til snarpra orðaskipta kom á milli verjenda Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar og Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara, eftir hádegið þegar Hreiðar Már átti að bera vitni. Vildi settur saksóknari leggja fram tölvupóst um að Sigurður Einarsson hefði að því er virtist ekki sagt satt fyrir dómi í vitnaleiðslum fyrir hádegi. Varðaði það spurningar um vitnastefnu í Bandaríkjunum í tengslum við deilur Baugsmanna og Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður var boðaður sem vitni í því máli en fór ekki og sagðist ekk hafa sett sig sérstaklega inn í málið. Benti Sigurður Tómas á að það virtist stangast á við efni tölvupósta sem hann vildi leggja fram.Verjendur sakborninga sögðu þessa vitnastefnu í Bandaríkjunum ekki tengjast ákærunni neitt og tók formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, undir það að hluta til. Sigurður Tómas sagði hins vegar að gögnin sem hann vildi leggja fram snerust um trúverðugleika Sigurðar sem vitnis.Sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, að hann hefði aldrei vitað réttarhald af jafnlitlu tilefni og verið væri að sá neikvæðum atriðum í málinu. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði saksóknara nánast hafa fullyrt að Sigurður Einarsson hefði logið fyrir dómi og væri með því að reyna að tryggja sér fyrirsagnir í fréttum fjölmiðla.Sagði Sigurður Tómas þá að hann hefði sagt að svo virtist sem Sigurður Einarsson hefði sagt ósatt en hann hefði ekki fullyrt það. Tók þá Gestur Jónsson við og sakaði saksóknara um hreina hryðjuverkastarfsemi.Sigurður og Hreiðar Már voru báðir spurðir út í kaupréttarsamninga sem gerðir voru við helstu stjórnendur Baugs, þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússin, við stofnun félagsins árið 1998. Báðir sögðu þeir að engin leynd hefði hvílt yfir kaupréttarsamningunum, en Jón Ásgeir og Tryggvi, eru sakaðir um að hafa rangfært bókhald Baugs með því að færa hlutabréf í Baugi á vörslureikning hjá Kaupthing Bank í Lúxemborg en skrá það sem sölu á hlutabréfum. Þetta hafi verið gert til að draga dul á það hverjir tækju við hlutabréfunum, þ.e. æðstu stjórnendur Baugs vegna kaupréttarsamninga. Sögðu Sigurður og Hreiðar Már ekki hafa verið reynt að leyna þessum kaupréttarsamningum.Auk Sigurðar og Hreiðars Más báru meðal annars Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Lúxemborg, og Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs á árunum 1998 og 1999, vitni í málinu í dag.
Baugsmálið Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira