Innlent

Leikskólagjöld lækkuð á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá bænum felast breytingarnar í 10 prósenta lækkun á grunngjaldi, helmingshækkun systkinaafslátta auk um 30-60 prósenta hækkunar á framlögum til einkarekinna leikskóla. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. apríl næst komandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×