Unnið framundir morgun við að breyta verðmerkingum 1. mars 2007 12:15 Víða í verslunum voru starfsmenn að vinna framundir morgun við að breyta verðmerkingum vegna lækkunar á virðisaukaskatti og vörugjöldum í dag. Matvöruverð lækkar í landinu en einnig nær verðlækkunin til veitingahúsa, fjölmiðla og gistihúsa svo eitthvað sé nefnt. Meginbreytingin snýr að matvörunni þar sem vaskurinn lækkar í 7% en var 14% á flestum vöruflokkum áður en á sumum 24,5%. Verð á matvörunni við kassann á að lækka um sex til fjórtán prósent. Í flestum matvöruverslunum voru menn að vinna framá nótt við að breyta verðmerkingum og búðarkössum til samræmis við lækkunina. Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Kaupsáss sem rekur meðal annars Nóatún og 11-11 verslanirnar segir að þetta hafi gengið vel. Hann vill þó benda neytendum á að lækkun á vörugjaldi muni skila sér í áföngum en það lækkar á nýjar innfluttar birgðir og nýja framleiðslu þar sem þar á við. Vörugjald verður framvegis ekki innheimt á gosi og ávaxtasöfum til dæmis en þar lögðust áður átta krónur á hvern lítra. Vörugjald á kaffi fellur einnig niður. Það á fleira að lækka í verði í dag en matvaran og neysluvörurnar í verslunum því vaskur lækkar á veitingahúsum, sem menn eiga að sjá nú þegar nú í hádeginu þegar reikningurinn kemur á borðið. Gisting á gistihúsum lækkar einnig í verði svo og áskrift á dagblöð og aðra fjölmiðla, verð á bókum, blöðum og tímaritum. Veggjald í Hvalfjarðargöng lækkar einnig auk verðs á rafmagni til húshitunar. Neytendur munu því verða varir við þessar lækkanir víða í samfélaginu í dag og á næstu dögum. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands hafa hvatt þá til þess að halda vöku sinni og tryggja að staðið sé við þessa lækkun á öllum stöðum. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Víða í verslunum voru starfsmenn að vinna framundir morgun við að breyta verðmerkingum vegna lækkunar á virðisaukaskatti og vörugjöldum í dag. Matvöruverð lækkar í landinu en einnig nær verðlækkunin til veitingahúsa, fjölmiðla og gistihúsa svo eitthvað sé nefnt. Meginbreytingin snýr að matvörunni þar sem vaskurinn lækkar í 7% en var 14% á flestum vöruflokkum áður en á sumum 24,5%. Verð á matvörunni við kassann á að lækka um sex til fjórtán prósent. Í flestum matvöruverslunum voru menn að vinna framá nótt við að breyta verðmerkingum og búðarkössum til samræmis við lækkunina. Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Kaupsáss sem rekur meðal annars Nóatún og 11-11 verslanirnar segir að þetta hafi gengið vel. Hann vill þó benda neytendum á að lækkun á vörugjaldi muni skila sér í áföngum en það lækkar á nýjar innfluttar birgðir og nýja framleiðslu þar sem þar á við. Vörugjald verður framvegis ekki innheimt á gosi og ávaxtasöfum til dæmis en þar lögðust áður átta krónur á hvern lítra. Vörugjald á kaffi fellur einnig niður. Það á fleira að lækka í verði í dag en matvaran og neysluvörurnar í verslunum því vaskur lækkar á veitingahúsum, sem menn eiga að sjá nú þegar nú í hádeginu þegar reikningurinn kemur á borðið. Gisting á gistihúsum lækkar einnig í verði svo og áskrift á dagblöð og aðra fjölmiðla, verð á bókum, blöðum og tímaritum. Veggjald í Hvalfjarðargöng lækkar einnig auk verðs á rafmagni til húshitunar. Neytendur munu því verða varir við þessar lækkanir víða í samfélaginu í dag og á næstu dögum. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands hafa hvatt þá til þess að halda vöku sinni og tryggja að staðið sé við þessa lækkun á öllum stöðum.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira