Innlent

Ríkisskattstjóri vill vita meira um hlutafjárkaup

Hingað til hafa bankarnir aðeins afhent ríkisskattstjóra hlutafjármiða þar sem hlutafjáreign í árslok og arður kemur fram.
Hingað til hafa bankarnir aðeins afhent ríkisskattstjóra hlutafjármiða þar sem hlutafjáreign í árslok og arður kemur fram. MYND/Stefán

Mál stóru bankanna gegn ríkisskattstjóra verður tekið fyrir í Hæstarétti á morgun. Um er að ræða deilu milli ríkisskattstjóra og Landsbanka Íslands, Glitnis banka og Kaupþings um afhendingu upplýsinga um öll viðskipti með hlutabréf og aðila að þeim viðskiptum.

Hingað til hafa bankarnir aðeins afhent ríkisskattstjóra hlutafjármiða þar sem hlutafjáreign í árslok og arður kemur fram. Ríkisskattstjóri vill hins vegar fá að sjá allar hreyfingar á árinu og þar með upplýsingar um heildarkaup og heildarsölu bréfa og hugsanlegan söluhagnað á árinu. Ríkisskattstjóri vann málið fyrir héraðsdómi en búast má við dómi Hæstaréttar innan þriggja vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×