Innlent

Dagur umhverfisins tileinkaður hreinni orku

Dagur umhverfisins í ár verður tileinkaður hreinni orku og loftlagsmálum. Haldið er upp á daginn 25. apríl ár hvert en á þeim degi fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti náttúrufræðingur Íslands, árið 1762. Sveinn var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi. 

Sveitarfélög og skólar hafa mörg hver skipulagt viðburði á deginum og hafa þau verið hvött til að fræða íbúa og nemendur um hreina orku og loftslagsmál á þessum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×