Innlent

Framsóknarflokkurinn vill afnema stimpilgjöld

MYND/Vilhelm

Framsóknarflokkurinn vill afnema stimpilgjöld og kanna kosti þess að taka upp einstaklingsmiðaða persónuafslætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að ályktunum sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sem hefst á morgun.

Flokkurinn vill að ráðuneytin verði ekki fleiri en tíu og lögð verði áhersla á að skapa meiri nálægð milli kjörinna fulltrúa og kjósenda. Jafnframt að skipuð verði nefnd til að skoða hvernig hagkvæmast er að flytja heilbrigðisstofnanir, öldrunarþjónustu og málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×