Erlent

Fréttamenn Danska útvarpsins í verkfalli

Yfirlitsmynd af DR-byen í Ørestad
Yfirlitsmynd af DR-byen í Ørestad

Fréttamenn Danska ríkisútvarpsins eru í verkfalli til að mótmæla uppsögnum meira en 300 starfsmanna útvarpsins. Þeir segja leið stofnunarinnar liggja beint niður ef ekkert verði að gert og biðla til stjórnmálamanna að veita meiri fjármunum til hennar.

Sparnaðaraðgerðirnar sem stjórn útvarpsins hefur kynnt munu hafa áhrif um komandi ár en segja fréttamennirnir það algjörlega óverjandi. „DR hættir nú á að hlustendur, áhorfendur og starfsmenn fari að flýja frá borði ef ríkisstjórn og þing standa ekki undir ábyrgð sinni", segir í yfirlýsingu fréttamanna.

Það sem hefur reynst útvarpinu fjötur um fót eru gríðarlega kostnaðarsamar framkvæmdir við byggingu á útvarpsþorpi á Amager, „DR-byen" í útjaðri Kaupmannahafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×