Innlent

Segir fráleitt að Landsvirkjun undirbúi Þjórsárvirkjanir

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir það stórkostlega ámælisvert og fráleitt að opinbert fyrirtæki eins og Landsvirkjun bjóði út hönnun virkjana við Þjórsá þegar fyrir liggi andstaða landeigenda. Fjármálaráðherra segir rangt að slík andstaða hafi komið fram. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Landsvirkjun vinnur að undirbúningi þriggja nýrra virkjana í neðri hluta Þjórsár og bauð nýlega út hönnun mannvirkjanna, þótt landið sé að hluta í einkaeigu og ekki hafi verið samið við landeigendur. Steingrímur krafðist þess að fjármálaráðherra gæfi Landsvirkjun fyrirmæli um að stoppa. Árni M. Mathiesen taldi hins vegar enga ástæðu til slíks, benti á að snemma á síðustu öld hefði verið samið um 95 prósent af vatnsréttindum, og sagði þá fullyrðingu Steingríms ranga að andstaða væri hjá þeim landeigendum sem semja þyrfti við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×