Innlent

Þarf að greiða hálfa milljón vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna

Maður sem tekinn var fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Akranesi þarf að reiða fram rúmlega hálfa milljón vegna athæfisins.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi var maðurinn í lok síðasta árs stöðvaður í tvígang á sama sólarhring vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og leiddi blóðrannsókn í ljós að maðurinn hafði neytt amfetamíns. Héraðsdómur Vesturlands sektaði hann því um 300 þúsund krónur auk þess sem honum var gert að greiða ríflega 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Auk þess var hann sviptur ökuleyfi í eitt og hálft ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×