Sport

Husqvarna TE 250 í 67 tíma test.

TE 250 Endruo hjólið kom vel út eftir 67 tíma noktun.
TE 250 Endruo hjólið kom vel út eftir 67 tíma noktun. Mynd/Husqvarna

Tímaritið Moto Verte í Frakklandi hefur verið að prufa nýja TE 250 enduro hjólið frá Husqvarna og kom hjólið út með háa einkun eftir 67 tíma prufu. Engar tæknilegar bilanir komu í ljós og ekkert viðhald sem slíkt,fyrir utan auðvitað hefðbundið viðhald og brotna hluti eftir dettur ökumanns.

Husqvarna hefur verið mjög vinsælt í evrópu en átt kannski brattan að sækja á Íslenskan markað,það hins vegar er að breytast eftir að sterkur umboðsaðili í Reykjavík hefur tekið hjólið upp á sína arma.

Husqvarna hefur átt mörg góð tímabil í Supermotard,og landaði Adrien Chareure Frakklands titlinum í fyrra á Husqvarna SMR 450.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×