Sport

Var eldsneytið ólöglegt ?

Var eldsneytið ólöglegt ?
Mynd/TWMX

Það virðist sem eldsneytið sem Nick Way ásamnt þeim Joshua Hill og Jason Thomas hafi kannski ekki verið ólöglegt. Yamaha heldur því fram að niðurstöður úr rannsóknum sem AMA gerir séu ekki sannfærandi. Chad Reed missti 25 stig árið 2004 þegar hann hefði getað landað heimsmeistara titli sínum þegar AMA áhvað að taka sýni úr hjóli hans og reyndist bensínið þá vera yfir mörkum. Síðan þá hefur Yamaha tekið sýni úr sínum tunnum og hjólum og sent í rannsókn og oftar en ekki fengið mismunandi niðurstöður.

"Hver einasti dropi er athugaður áður en hann fer á hjólið,það er ekkert verra fyrir bæði ökumann og liðin að bensínið reynist ólöglegt. Ég held að AMA verði að finna eitthvað eldsneyti sem allir geta notað svo menn lendi ekki í svona vitleysu " segir Chad Reed.

Liðin sem fengu refsingu hafa öll látið athuga bensínið sem þau notuðu og fengið mismunandi niðurstöður. Þó svo að liðin fái aðrar niðurstöður en rannsóknar stofur AMA fá þau ekki tækifæri á því að mótmæla útskurði AMA því reglum var breytt í fyrra eftir að Ricky Carmichael var tekinn með sem virtist ólöglegt bensín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×