Sport

Fyrsta umferð í Snocross að hefjast

Team lexi
Mynd/Lexi
Nú um helgina hefst fyrsta umferð í Snocrossi á Húsavík. Von er á fjölda keppenda þar sem sportið fer sí stækkandi með hverju árinu sem líður. Alexenader Kárason eða Lexi eins og hann er kallaður af sleðamönnum hefur haldið sportinu vel uppi með virkri heimasíðu og á snocrossið það honum að þakka að sportið er orðið það sem það er í dag. Hann hefur þó lagt skóna á hilluna en er þó ekki farinn úr sviðsljósinu þar sem hann hefur gert samning við Evró, sem er innflutningsaðili Lynx um að gera eitursterkt lið og er því spáð miklum vinsældum í ár. Þar innan borðs er hinn eiturklári Eyþór Hemmerts sem er núverandi íslandsmeistari í Pro open og ætlar hann sér að verja titilinn af hörku á nýja Lynx keppnis sleðanum. Gaman er líka að segja frá því að Kári Jónsson sem er íslandsmeistari í Enduro akstri á vélhjólum ætlar að taka þátt í tímabilinu og verður gaman að fylgjast með kappanum. Snocrossið hefst með æfingum kl 11:00 og hefst keppninn sjálf kl 13:00 við höfnina á Húsavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×