Innlent

Þrír fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun

Þrír karlmenn voru fluttir á slysadeild í morgun eftir að eldur kviknaði í tvíbýlishúsi í Norðlingaholti. Grunur lék á að mennirnir væru með reykeitrun.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning á ellefta tímanum um að eldur væri laus í herbergi í húsinu. Vel gekk að slökkva eldinn en svo virðist sem að kviknað hafi í út frá tölvu. Mennirnir þrír voru allir inni í húsinu þegar eldsins var vart og var einn þeirra sofandi inni í herbergi.

 

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×