Sport

Ricky Carmichael yfirgefur supercrossið

Ricky Carmichael í supercrosskeppninni sem haldin var í Toronto.
Ricky Carmichael í supercrosskeppninni sem haldin var í Toronto. MYND/Transworldmagazine

Einn af betri supercrossmönnum allra tíma Ricky Carmichael hefur gefið það út að hann sé hættur að keppa í supercross. Í byrjun keppnistímabilsins tilkynnti Ricky að hann væri að fara út í Nascar kappaksturinn og ætlaði því að hætta að keppa í supercrossi.

Hann hefur þó keppt í þrem keppnum eftir þessa yfirlýsingu og fjórðu keppninni keppti hann í núna um helgina en lýsti því þó yfir að þetta væri hans síðasta keppni. Ricky hefur ekið fyrir Team Suzuki Makita upp á síðkastið.

Ricky Carmichael hefur verið alls 15 sinnum AMA landsmeistari, 3 sinnum 125 mx meistari, 7 sinnum 250/450 mx meistari og 5 sinnum supercrossmeistari. Hann hefur samtals unnið 144 mx/sx titla á sínum glæsta ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×