Innlent

Fyrningarfrestur afnuminn í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum

Fyrningarfrestur verður afnuminn í alvarlegustu kynferðisafbrotum gagnvart börnum og refsingar þyngdar, samkvæmt breytingum sem Alþingi er að samþykkja á hegningarlögum þessa stundina. Þá verður svokallaður kynferðislegur lágmarksaldur hækkaður úr fjórtán árum upp í fimmtán.

Allsherjarnefnd Alþingis náði samkomulagi um breytingarnar og mælti formaður nefndarinnar, Bjarni Benediktsson, fyrir þeim í dag.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lengi beitt sér fyrir breytingu af þessu tagi en 23 þúsund undirskriftir höfðu borist til stuðnings frumvarpi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×