Innlent

Samið um að þingi ljúki um kvöldmatarleytið

MYND/GVA

Samkomulag hefur náðst um að ljúka þingi í dag um kvöldmatarleytið en þingfundur hefur staðið frá því klukkan hálftíu í morgun.

Samkomulagið felur meðal annars í sér að fallið verður frá tilteknum ákvæðum í vegalögum sem Vinstri - græn voru mjög andsnúin en flokkurinn sagði að samkvæmt þeim ætti að leggja niður meira eða minna allar þjónustustöðvar Vegagerðarinnar á landsbyggðinni. Það stríddi gegn hugmyndum um að landsbyggðin hefði eðlilega hlutdeild í opinberri þjónustu.

Rílfega fimmtíu mál voru á dagskrá þingsins klukkan hálftíu í morgun og var í flestum tilvikum um að ræða aðra umræðu um frumvörp. Búið er að ræða um 30 þeirra nú en reiknað er með að atkvæðagreiðsla hefjist um fimmleytið og að þingstörfum ljúki um kvöldmat sem fyrr segir. Væntanlega þarf að veita afbrigði frá þingstörfum þar sem ekki hefur liðið nógu langur tími á milli annarra og þriðju umræðum um frumvörp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×