Innlent

Varað við hálku á Reykjanesbraut og Hellisheiði

MYND/GVA
Vegagerðin varar við hálkublettum á Reykjanesbraut og hálku á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá er snjóþekja víða á Suður- og Vesturlandi og sumstaðar éljagangur. Á Vestfjörðum er verið að hreinsa vegi en þar er sumstaðar þæfingur á fjallvegum. Á Norðurlandi er víða snjóþekja eða einhver hálka en á Norðaustur- og Austurlandi eru vegir víða auðir þótt hálka eða hálkublettir séu á fjallvegum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×