Innlent

Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði í dag

Frá Hlíðafjalli.
Frá Hlíðafjalli. MYNDKK

Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan 17 og þar er færið harðpakkaður snjór, eins og staðarhaldari segir, en Telemarkmót fer fram í fjallinu um helgina. Þá er skíða- og snjóbrettafæri sagt gott.

Siglfirðingar eiga einnig auðvelt með að skella á sér á skíði því skíðasvæðið þeirra verður opnað nú klukkan 11 og opið til klukkan sautján og færið sagt frábært. ÞAr fer fram Rafbæjarmótið í svigi í dag og er nafnakall klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×