Innlent

Besti grillmánuður frá því sögur hófust

 

"Nýliðinn júlímánuður var líklega einn besti grillmánuður frá því að sögur hófust. Bera sölutölur á kjöti þess skýrt vitni, en kjötsala var 15,7% meiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra." segir í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda. Jafnframt fylgir sögunni að þau tíðindi hafi gerst í kjötsölu liðinna 12 mánaða að alifuglakjöt hefur velt lambakjöti úr 1. sæti hvað sölu varðar.

Framleiðsla á nautakjöti undanfarna 12 mánuði er 3.425 tonn og hefur aukist um 6,7% frá því á sama tímabili fyrir ári. Allt nautakjöt selst jafnharðan og birgðasöfnun er sama og engin, söluaukningin er því sú sama og aukning framleiðslunnar.

Alifuglakjöt trónir nú á toppnum, af því seldust 7.198 tonn síðustu 12 mánuði, en 7.160 tonn af lambakjöti. Mun það einsdæmi í sögunni að sögn heimasíðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×