Innlent

Hávamál að heiðnum sið

Ásatrúarfélagið hefur gefið út Hávamál með inngangi rituðum af Eyvindi P. Eiríkssyni, rithöfundi, cand.mag í íslensku og Vestfirðingagoða. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Hávamál eru gefin út með formála eftir heiðinn mann. Hið íslenska bókmenntafélag sjá um dreifingu bókarinnar.

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir að þessi útgáfa marki upphafið að frekari útgáfu Ásatrúarfélagsins þar sem verk eins og Eddukvæðin verði skoðuð út frá trúarlegum forsendum en ekki bókmennta- og málfarsforsendum. "Það hefur mikil alúð verið lögð í verkið," segir Hilmar Örn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×