Innlent

Orð borgarstjóra oftúlkuð

Vilhjálmur Þ. 
Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Orð Vilhjálms Vilhjálmssonar borgarstjóra voru oftúlkuð þegar sagt var frá því í fjölmiðlum að borgarstjóri vildi vínbúð ÁTVR burt úr Austurstrætinu. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgarstjóra.

„Borgarstjóri sagðist ekki myndu gráta það ef vínbúðin færi úr Austurstrætinu. Hann sagðist hins vegar aldrei vilja losna við búðina, enda er það ekki hans að taka ákvörðun um slíkt. Það er stór munur á þessu tvennu," segir Jón Kristinn.

Að sögn Jóns Kristins vildi borgarstjóri beina athygli að þeim vandamálum sem skapast þegar ógæfufólk safnast saman niðri í miðbæ og angrar vegfarendur með betli og drykkjulátum. „Þetta er ekki sú ásýnd sem er æskileg á miðborginni," segir Jón Kristinn Snæhólm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×