Innlent

Aðflugslína stoppar byggingu ásatrúarhofs

Hilmar Örn: Eitthvað klúður í kerfinu hér á ferð.
Hilmar Örn: Eitthvað klúður í kerfinu hér á ferð.

Forstöðumenn ásatrrúarsafnaðarins munu á næstunni eiga fund með borgarstjóra þar sem í ljós hefur komið að ekki er hægt að byggja hið nýja hof safnaðarins á lóð þeirri sem söfnuðurinn hefur fengið undir hofið í Öskjuhlíðinni. Flugmálastjórn benti á það fyrr í sumar að núverandi staðsetning hofsins er beint undir öryggisaðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli.

"Við ætluðum að hefja framkvæmdir við byggingu hins nýja hofs nú í sumar þegar Flugmálastjórrn kom með athugasemdir sínar," segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði í samtali við Vísi. "Þarna virðist hafa orðið eitthvað klúður í kerfinu þegar okkur var úthlutað þessari lóð í fyrra. Það er einkennilegt að þetta skuli ekki hafa verið athugað af skipulagsyfirvöldum"

Hilmar Örn segir að þeir Ásatrúarmenn eigi ekki von á öðru en að málið leysist í sátt og friðsemd og að söfnuðurinn fái aðra lóð á svipuðum stað í Öskjuhlíðinni. "Hinsvegar munum við væntlega þurfa að fresta framkvæmdum okkar við hofið fram á næsta vor sökum þessa," segir Hilmar Örn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×