Innlent

Þrír Litháar dæmdir fyrir hylmingu, þjófnaði og vopnaburð

Þrír ungir menn frá Litháen, á aldrinum 19 til 25 ára, voru í dag dæmdir fangelsisvistar fyrir að reyna að koma stolnum úrum í verð, fyrir vopnaburð og fyrir þjófnaði. Einn maðurinn var dæmdur í sjö mánaða fangelsi, þar af eru fimm mánuðir skilorðsbundnir. Hinir tveir voru dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Í mars síðastliðnum reyndu tveir þeirra að selja Pétri Kornelíussyni úrsmið, þrjú armbandsúr sem metin eru á um 270 þúsund krónur til samans. Þeir voru dæmdir fyrir að hafa vitað af því að úrin voru stolin, en þeim var rænt úr verslun í Kringlunni skömmu áður.

Mennirnir voru líka sakfelldir fyrir fartölvuþjófnaði í verslunum BT í Hafnarfirði og í Skeifunni. Þá var sá er þyngstan dóminn fékk sakfelldur fyrir ólöglegan vopnaburð og lögreglan fann á manninum hníf og táragasvopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×