Innlent

Framkvæmdir stöðvaðar í Álafosskvos

MYND/VG

Lagnaframkvæmdir í Álafosskvos í Mosfellsbæ hafa verið stöðvaðar. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Íbúar á svæðinu kölluðu tvisvar á lögreglu eftir að framkvæmdir hófust síðastliðinn mánudag. Deilt er um hvort framkvæmdirnar séu löglegar en samtök íbúa á svæðinu telja þær tengjast umdeildri vegalagninu.

Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins að verktakinn sem sér um framkvæmdirnar hafi fundað í morgun með fulltrúum íbúa og Haraldri Sverrissyni, formanni byggngar- skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Haft er eftir Haraldri í frétt Ríkisútvarpsins að nú sé unnið að því að taka saman upplýsingar um framkvæmdirnar handa íbúunum.

 

Framkvæmdaaðilar hafa hingað til sagt að lagnavinnan tengist ekki á nokkurn hátt lagningu Helgafellsbrautar. Því hafa íbúarnir ekki viljað trúa og telja þær ólöglegar með öllu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×