Innlent

Ölvaðir jeppaþjófar

MYND/RE

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karl og konu fyrir að hafa tekið jeppabifreið ófrjásri hendi. Þau voru bæði nokkuð ölvuð þegar þau voru handtekin.

Það var um níuleytið í morgun að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að jeppa hefði verið stolið í Breiðholtinu. Lögreglan hóf þegar í stað eftirgrennslan og stuttu síðar sást til bílsins á Sæbraut á vesturleið.

Lögreglan stöðvaði ferð bílsins og handtók konu og karl sem voru um borð. Að sögn lögreglu sat konan við stýrið en bæði voru nokkuð ölvuð. Þau gista nú fangageymslu lögreglunnar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×