Innlent

Fyrsta fundi Ingibjargar og Geirs lokið

Ingibjörg Sólrún ræðir við fréttamenn fyrir fundinn í dag.
Ingibjörg Sólrún ræðir við fréttamenn fyrir fundinn í dag. MYND/Pjetur

Fyrsta fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingiarinnar, og Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Fundurinn fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og hófst klukkan 14. Stóð hann því í um tvær klukkustundir.

Þetta fyrsti formlegi fundur þeirra frá því flokkarnir ákváðu að ganga til viðræðna um stjórnarmyndum. Geir H. Haarde fékk umboð til stjórnarmyndunar frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×