Innlent

Vandamál hversu margar stofnanir fari fram úr fjárheimildum

Fjármálaráðherra segir það vandamál hvað margar stofnanir fari fram úr fjárheimildum, en þeim hafi þó fækkað á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýlegri skýrslu að framúrkeyrsla stofnana sé meira og minna látin óátalin.

Ráðuneyti og stofnanir eyddu rúmlega 14 milljörðum umfram heimildir í fjárlögum á síðasta ári. Þau eyddu hins vegar enn meiru umfram heimildir árið 2005, þegar þau fóru rúmlega 20 milljarða umfram heimildir.

Sú stofnun sem hvað mest hefur farið fram úr heimildum er Landsspítalinn háskólasjúkrahús sem var með tæplega 800 milljóna króna uppsafnaðan halla um síðustu áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×