Innlent

Óska eftir þyrluflugpalli í Hafnarfirði

Norðurflug hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að fá að reisa þyrluflugpall í bænum með tilheyrandi aðstöðu. Norðurflug hefur nú þrjár þyrlur í rekstri og hyggst tvöfalda þann flugflota.

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að um mjög áhugavert mál sé að ræða. Erindi Norðurflugs hafi komið til umræðu á fundi bæjarráðs í gær og þar ákveðið að vísa erindinu til skipulagssviðs.

"Þeir vilja fá aðstöðu þar sem þyrlurnar gætu komið að pallinum beint frá sjó,"segir Lúðvík. "Því munum við skoða fyrir þá aðstöðu í grennd við Straumsvík."

Lúðvík segir að Hafnfirðingar séu ekki ókunnir flugvallarekstri því Flugmódelfélagið Þytur hafi lengi haft aðstöðu undir starfsemi sína við Hvaleyrarvatn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×