Auðveldara að fá rokkstjörnu en smíðakennara í kennslu 17. ágúst 2007 12:16 Vel gengur að manna leik- og grunnskóla í stærstu þéttbýliskjörnunum út á landi MYND/365 ."Við erum nánast með fullmannað í stöður hjá okkur og ástandið því nokkuð gott. Það sem okkur skortir eru tveir smíðakennarar. En í þessari þennslu sem er núna í byggingariðnaðinum er auðveldara að fá rokkstjörnu í heimsókn en smíðakennara í kennslu," segir Kristín Jónasdóttir grunnskólafulltrúi á Ísafirði. Það er sama sagan í stærstu þéttbýliskjörnunum um allt land. Nær engin vandræði með að manna stöður á leik- og grunnskóla öfugt við það sem er á höfuðborgarsvæðinu. "Allar stöður á leikskólum í bænum eru fullmannaðar og við höfum verið með mikinn stöðuleika hvað varðar starfsfólk þar," segir Kristín. "Hinsvegar þurfum við að nota nokkuð af leiðbeinendum í stað réttindakennara. Leiðbeinendur hjá okkur hafa þó verið ötulir við að útvega sér kennsluréttindi og nú eru tveir slíkir að útskrifast. Ég hef ekki tekið það nákvæmlega saman en reikna með að leiðbeinendur hjá okkur verði ívið fleiri en í fyrra." Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyrarbæjar segir að ástandið sé mjög gott í bænum hvað varðar að manna leik- og grunnskólana. "Við erum með leikskólanna fullmannaða og hvað grunnskólana varðar vantar okkur aðeins að manna tvær stöður," segir Gunnar. "Hvað hlutfall leiðbeinenda varðar má nefna að af 240 kennarastöðum eru aðeins tveir leiðbeinendur." Gunnar segir að kennaradeild Háskólans á Akureyri eigi stórann þátt í hve hátt hlutfall faglærðra kennara er í grunnskólum bæjarins. Marías Benedikt Kristjánsson skólastjóri Nesskóla í Fjarðarbyggð segir að hann sé með fullmannaðann skóla fyrir veturinn. Það vanti hinsvegar fólk í tvær stöður á skóladagheimilið og skólaliða en Marías reiknar með að manna þær stöður nú eftir helgina. Hinsvegar notist skólinn við töluvert af leiðbeinendum eins og verið hefur undanfarin ár. Guðbjartur Ólafsson yfirkennari í Vallaskóla í Árborg segir að staðan hjá þeim sé mjög góð. "Við erum búnir að manna alla stöður hjá okkur fyrir veturinn og leiðbeinendur eru ekki margir," segir Guðbjartur. "Það eina sem er eftir er að ráða aðstoðarfólk á skólavistina en við erum bjartsýn á að það gangi einnig vel." Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
."Við erum nánast með fullmannað í stöður hjá okkur og ástandið því nokkuð gott. Það sem okkur skortir eru tveir smíðakennarar. En í þessari þennslu sem er núna í byggingariðnaðinum er auðveldara að fá rokkstjörnu í heimsókn en smíðakennara í kennslu," segir Kristín Jónasdóttir grunnskólafulltrúi á Ísafirði. Það er sama sagan í stærstu þéttbýliskjörnunum um allt land. Nær engin vandræði með að manna stöður á leik- og grunnskóla öfugt við það sem er á höfuðborgarsvæðinu. "Allar stöður á leikskólum í bænum eru fullmannaðar og við höfum verið með mikinn stöðuleika hvað varðar starfsfólk þar," segir Kristín. "Hinsvegar þurfum við að nota nokkuð af leiðbeinendum í stað réttindakennara. Leiðbeinendur hjá okkur hafa þó verið ötulir við að útvega sér kennsluréttindi og nú eru tveir slíkir að útskrifast. Ég hef ekki tekið það nákvæmlega saman en reikna með að leiðbeinendur hjá okkur verði ívið fleiri en í fyrra." Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyrarbæjar segir að ástandið sé mjög gott í bænum hvað varðar að manna leik- og grunnskólana. "Við erum með leikskólanna fullmannaða og hvað grunnskólana varðar vantar okkur aðeins að manna tvær stöður," segir Gunnar. "Hvað hlutfall leiðbeinenda varðar má nefna að af 240 kennarastöðum eru aðeins tveir leiðbeinendur." Gunnar segir að kennaradeild Háskólans á Akureyri eigi stórann þátt í hve hátt hlutfall faglærðra kennara er í grunnskólum bæjarins. Marías Benedikt Kristjánsson skólastjóri Nesskóla í Fjarðarbyggð segir að hann sé með fullmannaðann skóla fyrir veturinn. Það vanti hinsvegar fólk í tvær stöður á skóladagheimilið og skólaliða en Marías reiknar með að manna þær stöður nú eftir helgina. Hinsvegar notist skólinn við töluvert af leiðbeinendum eins og verið hefur undanfarin ár. Guðbjartur Ólafsson yfirkennari í Vallaskóla í Árborg segir að staðan hjá þeim sé mjög góð. "Við erum búnir að manna alla stöður hjá okkur fyrir veturinn og leiðbeinendur eru ekki margir," segir Guðbjartur. "Það eina sem er eftir er að ráða aðstoðarfólk á skólavistina en við erum bjartsýn á að það gangi einnig vel."
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira