Innlent

Bóndi varð undir belju

MYND/365

Fullorðinn maður varð undir belju í dag. Atvikið átti sér stað á Svertingsstöðum við Hrútafjarðarháls í Húnaþingi vestra.

Maðurinn, sem er 83 ára, var að keyra um túnið á dráttarvél. Beljurnar höfðu fundið sér leið út úr girðingu en maðurinn reyndi að hefta för þeirra. Hann missti þá dráttarvélina aftur á bak og ofan í skurð. Maðurinn komst upp úr af sjálfsdáðum en í sömu andrá kom belja sem þrammaði yfir hann.

Maðurinn var í fyrstu fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga en síðan áfram á Sjúkrahúsið á Akureyri. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi mun hann hafi hlotið meiðsl á mjöðm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×