Rokk og sólgleraugu 23. júní 2007 09:00 Sólgleraugu eru fylgihlutur sem æpir: a. Dulúð (vegna þess að þú getur falið þig undir þeim), b. Glamúr (Hollywood-stjörnurnar bera þau) c. Kúl (uppgötvaðu þinn innri rokkara) og d. Bruðl (sólgleraugu eru orðin stöðutákn tískufríksins). Rokkarar eru alltaf með sólgleraugu, og hafa leyfi til að vera með þau innanhúss og uppi á sviði. Sumarið boðar endalaust mikið af rokki og sólgleraugum þar sem nú er allt morandi í „tónlistarfestivölum“ í Evrópu. Það er nauðsynlegt að vera með svalar brillur á þessum viðburðum bæði til þess að skýla þynnku gærkvöldsins og til að líta út fyrir að vera innvígður í tónlistarsenuna. En hvernig getur maður litið út fyrir að vera með eilífðarbaksviðspassa? Kate Moss var auðvitað mynduð í bak og fyrir í fyrrasumar ásamt Pete Doherty á Glastonbury og var svöl í míníkjól og grænum Hunter gúmmístígvélum. Ég mæli þó eindregið gegn því að stelpur mæti í Top Shop-línu Kate Moss á rokkhátíðir því það er mikill séns á því að allar aðrar geri það líka. Gúmmístígvél eru þó ómissandi í drullusvaðinu sem ætíð myndast. Munið að líta aldrei út fyrir að hafa reynt of mikið, og því er hippalúkkið ágætis kostur – slegið hár, lítill farði og sólkjóll. Bolur og leggings eða stuttbuxur eru líka töff. Aðalmálið er auðvitað sólgleraugun og þá er spurningin: Hvað segja sólgleraugun þín um þig? Chanel eða Burberry brillur með semelíusteinum eru út úr kú, Balenciaga eða Marc Jacobs gleraugu æpa tískufrík, en Ray Ban gleraugu eru alltaf klassískur kostur. Ég spái líka að flugugleraugu í anda Nicole Ritchie séu á útleið og að haustið muni færa okkur nær sjötta áratugnum og kisulegri sólgleraugum, eða jafnvel að einhvers konar elektroclash „Suicide revival“ og svörtum rokkgleraugum. Ég er persónulega að láta mig dreyma um svört og mínímal sólgleraugu frá Luella Bartley en veit líka að flóamarkaðir geta reynst manni einna best í þessum málum … Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Sólgleraugu eru fylgihlutur sem æpir: a. Dulúð (vegna þess að þú getur falið þig undir þeim), b. Glamúr (Hollywood-stjörnurnar bera þau) c. Kúl (uppgötvaðu þinn innri rokkara) og d. Bruðl (sólgleraugu eru orðin stöðutákn tískufríksins). Rokkarar eru alltaf með sólgleraugu, og hafa leyfi til að vera með þau innanhúss og uppi á sviði. Sumarið boðar endalaust mikið af rokki og sólgleraugum þar sem nú er allt morandi í „tónlistarfestivölum“ í Evrópu. Það er nauðsynlegt að vera með svalar brillur á þessum viðburðum bæði til þess að skýla þynnku gærkvöldsins og til að líta út fyrir að vera innvígður í tónlistarsenuna. En hvernig getur maður litið út fyrir að vera með eilífðarbaksviðspassa? Kate Moss var auðvitað mynduð í bak og fyrir í fyrrasumar ásamt Pete Doherty á Glastonbury og var svöl í míníkjól og grænum Hunter gúmmístígvélum. Ég mæli þó eindregið gegn því að stelpur mæti í Top Shop-línu Kate Moss á rokkhátíðir því það er mikill séns á því að allar aðrar geri það líka. Gúmmístígvél eru þó ómissandi í drullusvaðinu sem ætíð myndast. Munið að líta aldrei út fyrir að hafa reynt of mikið, og því er hippalúkkið ágætis kostur – slegið hár, lítill farði og sólkjóll. Bolur og leggings eða stuttbuxur eru líka töff. Aðalmálið er auðvitað sólgleraugun og þá er spurningin: Hvað segja sólgleraugun þín um þig? Chanel eða Burberry brillur með semelíusteinum eru út úr kú, Balenciaga eða Marc Jacobs gleraugu æpa tískufrík, en Ray Ban gleraugu eru alltaf klassískur kostur. Ég spái líka að flugugleraugu í anda Nicole Ritchie séu á útleið og að haustið muni færa okkur nær sjötta áratugnum og kisulegri sólgleraugum, eða jafnvel að einhvers konar elektroclash „Suicide revival“ og svörtum rokkgleraugum. Ég er persónulega að láta mig dreyma um svört og mínímal sólgleraugu frá Luella Bartley en veit líka að flóamarkaðir geta reynst manni einna best í þessum málum …
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning