Enski boltinn

Kaboul skilinn eftir heima

Younes Kaboul hefur ekki byrjað glæsilega hjá Tottenham
Younes Kaboul hefur ekki byrjað glæsilega hjá Tottenham AFP

Franski miðvörðurinn Younes Kaboul hjá Tottenham er greinilega fallinn úr náðinni hjá Juande Ramos, stjóra Tottenham. Kaboul er ekki í hópi Tottenham sem sækir Anderlecht heim í Evrópukeppni félagsliða í kvöld.

Það myndi venjulega ekki sæta tíðindum nema hvað Tottenham fer þá í leikinn með aðeins inn miðvörð í hópnum og ljóst að bakvörðurinn Pascal Chimbonda eða miðjumaðurinn Didier Zokora þarf að fylla skarð Frakkans unga í vörninni.

Kaboul hefur gert nokkur dýr mistök í síðustu leikjum liðsins og gaf þar á meðal ódýra vítaspyrnu í tapi liðsins gegn Birmingham á dögunum.

Ramos fullyrðir að Kaboul eigi sér framtíð í liðinu þrátt fyrir fremur slaka byrjun, en hann var keyptur á 7,8 milljónir punda frá Auxerre í sumar og hefur verið fyrirliði allra yngri landsliða Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×