Vonast til að næsta ríkisstjórn viðhaldi stöðugleika 16. maí 2007 12:26 Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14,25 prósentum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri vonast til að næsta ríkisstjórn, hver sem hún verður, viðhaldi stöðugleika til samræmis við markmið Seðlabankans. Það er í sjálfu sér ekki minni ákvörðun að breyta ekki stýrivöxtum en að breyta þeim. Nú í mars mat Seðlabankinn það svo að það yrði ekki svigrúm til að lækka vexti fyrr en í fyrsta lagi á þriðja ársfjórðungi eða með hausti. Það hefur í sjálfur sér lítið breyst nema að því leyti að Seðlabankinn telur að spenna sé enn þá töluverð, jafnvel meiri en talið var í mars. „Hraður atvinnuvöxtur bendir til þess að umsvif í efnahagsífinu verði a.m.k. ekki minni næstu mánuði en fólst í spánni. Hagstæð skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, háir innlendir vextir og bjartsýni í efnahagslífinu hafa stuðlað að háu gengi krónunnar. Mikill viðskiptahalli og tiltölulega hátt raungengi fela sem fyrr í sér verulega hættu á lækkun gengisins, t.d. ef alþjóðleg fjármálaskilyrði verða óhagstæðari. Verðbólguhorfur gætu þá versnað, einkum ef gengið lækkar áður en dregur úr spennu á vinnumarkaði sem engin teikn eru um enn," sagði Davíð. „Þótt horfurnar nú séu í meginatriðum svipaðar er ítrekað að meiri hætta er talin á að verðbólga verði meiri en spáð var en að hún verði minni. Nýleg verðþróun, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði, mikill viðskiptahalli og sterk eftirspurn undirstrika þessa hættu. Versni verðbólguhorfur frá því sem gert var ráð fyrir í marsspánni mun Seðlabankinn þurfa að bregðast við, sagði hann enn fremur. Seðlabankastjóri var spurður að því hvort núverandi þreifingar í pólitík og útkoman úr þeim kynni að hafa áhrif á stefnu Seðlabankans á næstu mánuðum. Hann sagði erfitt að meta það. „Meginatriðið er þó það að Seðlabankinn heldur sínu striki óháð því hvaða stjórn er í landinu en vonast til að þær ákvarðanir sem stjórnvöld taka á hverjum tíma flútti vel við þá stefnu sem Seðlabankanum er gert að fylgja," sagði Davíð. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14,25 prósentum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri vonast til að næsta ríkisstjórn, hver sem hún verður, viðhaldi stöðugleika til samræmis við markmið Seðlabankans. Það er í sjálfu sér ekki minni ákvörðun að breyta ekki stýrivöxtum en að breyta þeim. Nú í mars mat Seðlabankinn það svo að það yrði ekki svigrúm til að lækka vexti fyrr en í fyrsta lagi á þriðja ársfjórðungi eða með hausti. Það hefur í sjálfur sér lítið breyst nema að því leyti að Seðlabankinn telur að spenna sé enn þá töluverð, jafnvel meiri en talið var í mars. „Hraður atvinnuvöxtur bendir til þess að umsvif í efnahagsífinu verði a.m.k. ekki minni næstu mánuði en fólst í spánni. Hagstæð skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, háir innlendir vextir og bjartsýni í efnahagslífinu hafa stuðlað að háu gengi krónunnar. Mikill viðskiptahalli og tiltölulega hátt raungengi fela sem fyrr í sér verulega hættu á lækkun gengisins, t.d. ef alþjóðleg fjármálaskilyrði verða óhagstæðari. Verðbólguhorfur gætu þá versnað, einkum ef gengið lækkar áður en dregur úr spennu á vinnumarkaði sem engin teikn eru um enn," sagði Davíð. „Þótt horfurnar nú séu í meginatriðum svipaðar er ítrekað að meiri hætta er talin á að verðbólga verði meiri en spáð var en að hún verði minni. Nýleg verðþróun, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði, mikill viðskiptahalli og sterk eftirspurn undirstrika þessa hættu. Versni verðbólguhorfur frá því sem gert var ráð fyrir í marsspánni mun Seðlabankinn þurfa að bregðast við, sagði hann enn fremur. Seðlabankastjóri var spurður að því hvort núverandi þreifingar í pólitík og útkoman úr þeim kynni að hafa áhrif á stefnu Seðlabankans á næstu mánuðum. Hann sagði erfitt að meta það. „Meginatriðið er þó það að Seðlabankinn heldur sínu striki óháð því hvaða stjórn er í landinu en vonast til að þær ákvarðanir sem stjórnvöld taka á hverjum tíma flútti vel við þá stefnu sem Seðlabankanum er gert að fylgja," sagði Davíð.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira