Innlent

Fékk VISA-kort á nafni annars

Gengið hefur dómur í Héraðsdómi Suðurlands í máli unglingsstúlku fyrir að hafa sótt um VISA-debetkort á nafni og reikningi annarrar konu.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að fresta ákvörðun um refsingu á skilorði í eitt ár. Stúlkan ritaði nafn konunnar á umsóknina um VISA-kortið, en lagði inn ljósmynd af sjálfri sér. Síðan fór hún í hraðbanka og tók 500 krónur út af reikningi konunnar.

Stúkan játaði brotið. Hún hefur ekki sætt refsingu áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×