Innlent

Ritstjóraskipti á Vísi með haustinu

Þórir Guðmundsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Þórir Guðmundsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ritstjóraskipti verða á Vísi með haustinu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson verður ritstjóri Vísis og Þórir Guðmundsson tekur við starfi varafréttastjóra Stöðvar tvö.

Þórir varð ritstjóri Vísis haustið 2006 samfara stóreflingu fréttaflutnings á miðlinum. Könnun Fjölmiðlavaktarinnar í vor sýndi að Vísir birti þá þriðjungi fleiri fréttir af innlendum vettvangi heldur en mbl.is. Þórir verður nú varafréttastjóri Stöðvar tvö ásamt Kristjáni Má Unnarssyni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við ritstjórn Vísis en hann hefur stýrt tímaritinu Sirkusi, sem dreift er með Fréttablaðinu einu sinni í viku. Óskar var áður ritstjóri Helgarblaðs DV.

Breytingarnar taka gildi í ágúst, að afloknum sumarleyfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×