Yakubu er leikmaður 16. umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2007 11:59 Yakubu fagnar einu þriggja marka sinna gegn Everton um helgina. Nordic Photos / Getty Images SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDBAND AF LEIKMANNI UMFERÐARINNAR Yakubu skoraði þrennu fyrir Everton um helgina gegn Fulham og er leikmaður 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði mörkin þrjú öll í síðari hálfleik en þetta voru einu mörkin sem voru skoruð í leiknum. Um leið lék Everton sinn tíunda leik í röð án taps. Yakubu hefur nú skoraði níu mörk í fjórtán leikjum á tímabilinu og er handviss um að hann geti bætt sitt persónulega met sem er að skora nítján mörk á einu tímabili. Þeim árangri náði hann bæði með Middlesbrough og Portsmouth. Hins vegar gæti Afríkukeppnin sett strik í þann reikning. Í gær greindi hann frá því að hann hefði rætt við Berti Vogts, landsliðsþjálfara Nígeríu, og að þeir hefðu hreinsað það slæma loft sem var á milli þeirra. Hann sé því á leiðinni í Afríkukeppnina með landsliði Nígeríu. Yakubu segir að þrátt fyrir að hann missi af nokkrum leikjum vegna Afríkukeppninnar sé hann þess fullviss um að hann geti náð tuttugu mörkum. „Mér finnst ég verða sífellt sterkari og betri," sagði hann. „Þetta var fremur erfitt í upphafi en ég sagði sjálfum mér í sífellu að mörkin myndu koma. Ég missti aldrei trúna á sjálfum mér." Yakubu hóf feril sinn með Maccabi Haifa í Ísrael. Fyrsta árið hans var hann lánaður til Hapoel Kfar Saba en eftir að hann kom til baka vann hann tvo meistaratitla með félaginu og bætti mörg markamet með félaginu. Hann gekk svo til liðs við Portsmouth í janúar 2003 en um vorið varð félagið meistari í ensku 1. deildinni. Hann skoraði að meðaltali mark í öðrum hverjum leik fyrir félagið það tímabilið. Yakubu gekk vel fyrsta heila tímabilið sitt með Portsmouth og skoraði til að mynda fjögur mörk í einum og sama leiknum gegn Middlesbrough. Um sumarið vildu mörg félög fá hann til sín og voru tilbúin að borga háar fjárhæðir fyrir hann en hann ákvað að vera um kyrrt og hjálpa félaginu að festa sig í sessi í úrvalsdeildinni. Það gerði hann. Yakubu skoraði jöfnunarmarkið í mikilvægum leik við Bolton í maí 2005 sem tryggði Portsmouth úrvalsdeildarsætið það tímabilið. Yakubu fór til Middlesbrough um sumarið þar sem hann var í tvö ár. Hann kostaði félagið 7,5 milljónir punda og skoraði til að mynda eitt mark í ótrúlegum sigri 3-0 sigri á Chelsea fyrra tímabilið sitt en liðið vann einnig Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Yakubu skoraði í báðum þeim leikjum. Hann var áfram eftirsóttur og ákvað á endanum að ganga til liðs við Everton fyrir 11,25 milljónir punda. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir aðeins tíu mínútur í sínum fyrsta leik er Everton vann Bolton, 2-1, á útivelli. Yakubu er sá Afríkumaður sem hefur skorað flest mörk í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og er væntanlega hvergi nærri hættur. Nafn: Yakubu Aiyegbeni Fæddur: 22. nóvember 1982 í Benin, Nígeríu. Félög: Julius Berger (Nígeríu), Maggabi Haifa (Ísrael), Hapoel Kfar Saba (Ísrael, lán), Portsmouth, Middlesbrough, Everton. Númer: 22. Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDBAND AF LEIKMANNI UMFERÐARINNAR Yakubu skoraði þrennu fyrir Everton um helgina gegn Fulham og er leikmaður 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði mörkin þrjú öll í síðari hálfleik en þetta voru einu mörkin sem voru skoruð í leiknum. Um leið lék Everton sinn tíunda leik í röð án taps. Yakubu hefur nú skoraði níu mörk í fjórtán leikjum á tímabilinu og er handviss um að hann geti bætt sitt persónulega met sem er að skora nítján mörk á einu tímabili. Þeim árangri náði hann bæði með Middlesbrough og Portsmouth. Hins vegar gæti Afríkukeppnin sett strik í þann reikning. Í gær greindi hann frá því að hann hefði rætt við Berti Vogts, landsliðsþjálfara Nígeríu, og að þeir hefðu hreinsað það slæma loft sem var á milli þeirra. Hann sé því á leiðinni í Afríkukeppnina með landsliði Nígeríu. Yakubu segir að þrátt fyrir að hann missi af nokkrum leikjum vegna Afríkukeppninnar sé hann þess fullviss um að hann geti náð tuttugu mörkum. „Mér finnst ég verða sífellt sterkari og betri," sagði hann. „Þetta var fremur erfitt í upphafi en ég sagði sjálfum mér í sífellu að mörkin myndu koma. Ég missti aldrei trúna á sjálfum mér." Yakubu hóf feril sinn með Maccabi Haifa í Ísrael. Fyrsta árið hans var hann lánaður til Hapoel Kfar Saba en eftir að hann kom til baka vann hann tvo meistaratitla með félaginu og bætti mörg markamet með félaginu. Hann gekk svo til liðs við Portsmouth í janúar 2003 en um vorið varð félagið meistari í ensku 1. deildinni. Hann skoraði að meðaltali mark í öðrum hverjum leik fyrir félagið það tímabilið. Yakubu gekk vel fyrsta heila tímabilið sitt með Portsmouth og skoraði til að mynda fjögur mörk í einum og sama leiknum gegn Middlesbrough. Um sumarið vildu mörg félög fá hann til sín og voru tilbúin að borga háar fjárhæðir fyrir hann en hann ákvað að vera um kyrrt og hjálpa félaginu að festa sig í sessi í úrvalsdeildinni. Það gerði hann. Yakubu skoraði jöfnunarmarkið í mikilvægum leik við Bolton í maí 2005 sem tryggði Portsmouth úrvalsdeildarsætið það tímabilið. Yakubu fór til Middlesbrough um sumarið þar sem hann var í tvö ár. Hann kostaði félagið 7,5 milljónir punda og skoraði til að mynda eitt mark í ótrúlegum sigri 3-0 sigri á Chelsea fyrra tímabilið sitt en liðið vann einnig Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Yakubu skoraði í báðum þeim leikjum. Hann var áfram eftirsóttur og ákvað á endanum að ganga til liðs við Everton fyrir 11,25 milljónir punda. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir aðeins tíu mínútur í sínum fyrsta leik er Everton vann Bolton, 2-1, á útivelli. Yakubu er sá Afríkumaður sem hefur skorað flest mörk í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og er væntanlega hvergi nærri hættur. Nafn: Yakubu Aiyegbeni Fæddur: 22. nóvember 1982 í Benin, Nígeríu. Félög: Julius Berger (Nígeríu), Maggabi Haifa (Ísrael), Hapoel Kfar Saba (Ísrael, lán), Portsmouth, Middlesbrough, Everton. Númer: 22.
Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Sjá meira