Íslenski boltinn

Norður-Írarnir sektaðir fyrir slagsmálin á Íslandi

Keith Gillespie horfir á eftir boltanum í eigið mark á Laugardalsvelli í síðustu viku.
Keith Gillespie horfir á eftir boltanum í eigið mark á Laugardalsvelli í síðustu viku. Fréttablaðið/Anton

Keith Gillespie og George McCartney hafa verið sektaðir af knattspyrnusambandi Norður-Írlands fyrir slagsmál í flugvél Icelandair við Leifsstöð. Þeir sluppu þó við leikbann enda á Norður-Írland erfiða leiki framundan.

Gillespie harmaði atvikið og hefur beðist afsökunar á því.

"Þetta var í raun bara misskilningur um týnt vegabréf," sagði Gillespie. "Ég sendi George SMS-skeyti og sagði honum að þetta mál væri gleymt og grafið."

Raymond Kennedy, formaður norður-írska knattspyrnusambandsins, sagði að slík hegðun yrði ekki liðin í framtíðinni. Þeir hafi smánað sambandið með hegðun sinni.

Ísland vann Norður-Írland á Laugardalsvelli í síðustu viku en Gillespie tryggði íslenska liðinu sigurinn með sjálfsmarki undir lok leiksins.

Norður-Írar binda enn vonir við að komast í úrslitakeppni EM 2008 en þurfa þá helst að vinna Svía og Spánverja á útivelli, sem og Dani heima á Windsor Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×